Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Aðgangskerfi

Dyrasímakerfi í stóru fjölbýli

Öryggismiðstöðin innleiddi á dögunum nýja lausn í dyrasímakerfum frá Dahua, sem reynst hafa vel víða um heim.

Dahua er einn helsti samstarfsaðili Öryggismiðstöðvarinnar í eftirlitsmyndavélum með áralangt samstarf að baki.

Öryggismiðstöðin og húsfélagið í Ásholti 4-42 réðust í allsherjar útskipti á dyrasímakerfi í íbúðakjarna sem inniheldur rúmlega 60 íbúðir þar sem dyrasímakerfið á staðnum var komið til ára sinna og þarfnaðist útskiptingar.

Eftir fundi, ráðgjöf og önnur samskipti um dyrasímakerfið, núverandi eftirlitsmyndavélakerfi og framtíðar hugmyndir í aðgangsstýringum var fundin lausn sem hentaði best fyrir húsfélagið. Lausnin samanstendur af dyrasímakerfi með tali og myndavélum ásamt 7“ snertiskjám. Með þeim hætti var hægt að nýta lagnir sem fyrir voru, verkefninu til hagræðingar.

Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar sinntu þarfagreiningu, stilltu upp verkáætlun í samráð við viðskiptavin og sáu um uppsetningu og forritun á dyrasímakerfinu.

Mikil ánægja er með lausnina og gekk samstarfið vonum framar samkvæmt Andrési Bergi Bergssyni, húsverðinum í Ásholti 4-42.

Tæknimennirnir frá Öryggismiðstöðinni voru afskaplega faglegir og lausnamiðaðir þar sem ýmsar séróskir okkar voru uppfylltar af þeirra hálfu. Jafnframt voru þeir ansi fljótir að setja upp kerfið í heild sinni og erum við virkilega þakklát fyrir það.

Dahua mynddyrasíminn er tengdur með tveimur vírum og því hægt að skipta út nánast hvaða eldra kerfi sem er án mikilla vandkvæða. Mynddyrasíminn getur gengið á CAT-5 streng og fengið straumfæðingu í gegnum POE svissa.

Kerfið býður upp á margvíslega möguleika:

  • Hver íbúð/notandi getur sótt smáforrit í snjallsíma sem veitir möguleika á því að fá tilkynningar sendar beint í símann
  • Hægt er að tengja dyrasíma í anddyri við myndþjón húsfélags og vista upptekið myndefni
  • Hægt er að tengja dyrasímakerfið við tölvu og sjá myndefni úr dyrasíma í rauntíma
  • Hægt er að vera með hnapp tengdan við hverja íbúð eða notast við númer á töluborði til að hringja í viðkomandi íbúð úr anddyri
  • Hægt er að bæta við aðgangslesara sem les aðgangsflögu til að opna hurðar
  • Hægt er að bæta við fingrafaralesara til að opna hurðar
  • Hægt er að bæta við myndavél og upptökuþjón til greiningar á bílnúmerum í bílakjallara sem opnar eftir lestur á bílnúmeri

Andrés Gestsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar

Eða hringdu í síma

570 2400