RR Hótel rekur meðal annars íbúðahótel í hjarta Reykjavíkur sem eru alls 63 íbúðir í 8 húsum, steinsnar frá hvoru öðru.
Um er að ræða sögufræg eldri hús sem hafa verið uppgerð síðustu ár þar sem hvert og eitt hótel inniheldur í dag fallega blöndu af heimilislegum stúdíó-, einstaklings- og fjölskyldu íbúðum upp í glæsilegar lúxussvítur.
Öryggismiðstöðin og RR Hótel hafa átt í samvinnu undanfarin misseri um ýmsa möguleika á snjallari lausnum í aðgangsstýringum hótelherbergja og innleiddu í framhaldinu öfluga tæknilausn þar sem hótelgestur getur nú fengið hótellykilinn beint í snjallsímann óski hann þess.
Með tilkomu þessarar lausnar er ekki lengur þörf fyrir gesti að eiga í ónauðsynlegum samskiptum við starfsmenn hótelsins þegar kemur að innritun og að fá afhendan lykil að herberginu þar sem allt slíkt er komið í farsíma gestanna.
Markmið hótelsins var að veita öllum viðskiptavinum og þjónustuaðilum einfaldara og þægilegra aðgengi með því að gera þeim kleift að sækja hótellykilinn beint í þeirra eigin snjallsíma á hvaða tíma sem hentar án heimsóknar í móttöku hótelsins.
Snjallsímaskilríkin veita viðskiptavinum skilvirkari þjónustu, aukna öryggistilfinningu og þar af leiðandi meiri ánægju.
Við treystum fólkinu og höfum unnið með þeim í mörg ár. Það var lykillinn að því af hverju við völdum Öryggismiðstöðina, segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótel.
Um búnaðinn
VingCard Hótel læsingakerfi frá ASSA ABLOY
Hótellæsingarkerfið byggir á aðgangslesara og læsingum sem aflæsa hurðum með snjallsímaskilríkjum auk hefðbundinna aðgangskorta sem borin eru upp að aðgangslesara herbergis.
VingCard gjörbylti rafræna lásaiðnaðinum á sínum tíma með því að hafa alla íhluti innbyggða í hurðunum sjálfum, þar á meðal sjálfan aðgangslesarann, á vandaðan og fallegan hátt.
VingCard hótellæsingakerfið er einfalt, notendavænt, skilvirkt og stílhreint og það sem meira er, þráðlaust.
Bæði Apple og Android símar ganga að hótellyklalausninni í gegnum RFID samskiptatækni þar sem Apple símar nýta Bluetooth tækni og Android símar NFC.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Þórð.
Eða hringdu í síma
570 2400