Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Brunavarnir

Rýmingaræfing með fasteignafélaginu Heimum

Heimar er eitt stærsta fasteignafélag landsins og er leiðandi á íslenskum markaði í rekstri atvinnuhúsnæðis og þjónustu við leigutaka. Félagið býr að mikilli reynslu og þekkingu í rekstri stórra mannvirkja eins og Smáralindar, Egilshallar og Höfðatorgsturns. Félagið rekur fjölmargar aðrar fasteignir, þó aðallega á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. skrifstofubyggingar, þjónustuhúsnæði og verslanir.

Öryggismiðstöðin hefur átt farsælt samstarf við Heima um margvísleg öryggismál, þar á meðal eldvarnir, eigið eldvarnaeftirlit, viðbragðs- og vöktunarþjónustu ásamt því að halda rýmingaræfingar í húsakynnum þeirra. Eitt slíkt verkefni var umfangsmikil rýmingaræfing að Katrínartúni 2, sem fór fram núna nýlega. Katrínartún 2 gengur oftast undir nafninu Höfðatorgsturninn og er með hærri, umfangsmeiri og glæsilegri háhýsum landsins.

Markmið rýmingaræfingarinnar var að staðfesta og samræma aðkomu allra þjónustuaðila brunavarna í húsnæðinu, þ.e. hvar slökkvikerfi, lyftukerfi, vatnsúðakerfi og viðvörunarkerfi þurfa að vinna saman til að tryggja öryggi fólks í rýmingu. Verkefnið var einnig liður í því að staðfesta að öll brunavarna- og viðbragðskerfi virkuðu sem skyldi þegar og ef raunveruleg hætta steðjar að.

Við hjá Öryggismiðstöðinni sáum um að skipuleggja og stýra æfingunni og útbjuggum einnig sérstaka rýmingarstjórapakka fyrir viðkomandi húsnæði – einn pakki fyrir hvern rýmingarstjóra sem inniheldur öll helstu hjálpartæki fyrir aðgerðir á vettvangi. Þetta tryggir að hlutverk hvers og eins rýmingarstjóra er skýrt og viðbragð bæði samræmt og markvisst.

Við lítum á rýmingaræfingar sem mikilvægan þátt í að efla öryggi starfsfólks og viðskiptavina í fasteignum Heima. Æfingar sem þessar auka þekkingu á viðbrögðum og veita fólki öryggistilfinningu,“ segir Laufey Dröfn Matthíasdóttir verkefnastjóri í fasteignarekstri, sem hafði umsjón með verkefninu af hálfu Heima.

Þátttakendur fengu tækifæri til að upplifa rýmingu í tilbúnum aðstæðum, læra á neyðarútganga og sjá hvernig viðvörunar- og öryggiskerfi starfa saman í rauntíma. Þeir sem tóku þátt í æfingunni lýstu upplifun sinni sem fræðandi og gagnlegri.

Ávinningurinn var ótvíræður og var afar gott að sjá hversu jákvætt viðhorf allir höfðu til æfingarinnar. Allt ferlið virkaði eins og best var á kosið.“ segir Þórir Tryggvason, sérfræðingur í eldvörnum og eldvarnaeftirliti, sem hafði umsjón með verkefninu af hálfu Öryggismiðstöðvarinnar.

Öryggismiðstöðin hefur margoft stýrt sambærilegum rýmingaræfingum fyrir marga opinbera og einkaaðila, þar sem markmiðið er ávallt það sama:
Að auka öryggi fólks með raunverulegri æfingu og faglegri aðkomu.

Viltu fá sérfræðing í rýmingaræfingar?

Við hjá Öryggismiðstöðinni aðstoðum fyrirtæki, stofnanir og rekstraraðila með skipulag, aðstoð og eftirfylgni í rýmingaræfingum og öryggisverkefnum.

Hafðu samband við okkur og tryggðu að þitt húsnæði sé tilbúið þegar mest á reynir.

Friðgeir Már Alfreðsson

Viðskiptastjóri Öryggislausnir

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um þessar lausnir

Eða hringdu í síma

570 2400