Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Myndeftirlit

Laugarvatn Fontana

Laugarvatn Fontana er heilsulind með laugum, gufu og ylströnd. Gufan er byggð yfir náttúrulegu hveri við Laugarvatn og njóta gestir einstakrar náttúruupplifunar. Lauga, Sæla og Viska eru nöfn lauganna en þær eru mismunandi heitar og í þeim eru falleg svæði til þess að slaka á og endurnæra bæði líkama og sál. Einstakt útsýni yfir Laugarvatn og íslenska náttúru skapa einstaka upplifun gesta og svo er tilvalið að gæða sér á heitu gufubökuðu rúgbrauði þegar að upp á bakkann er komið.

Lausnir frá Öryggismiðstöðinni

Laugarvatn Fontana er opið alla daga ársins en utan opnunartíma sinnir Öryggismiðstöðin myndvöktun á svæði heilsulindarinnar. Myndvöktunin fer fram með myndeftirlitshugbúnaði og myndavélum sem útbúnar eru sérstökum greiningalausnum sem senda frá sér viðvaranir verði þær varar við óboðna gesti. Kerfið sendir þá frá sér boð sem móttekin eru af vaktmiðstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem samstundis getur brugðist við boðum með því að senda viðeigandi viðbragðsaðila á vettvang og einnig gert viðvart í hátalara á staðnum sem upplýsir um að gesta hafi orðið viðvart sem og komu viðbragðsaðila.

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um þessar lausnir

Eða hringdu í síma

570 2400