Orkan lítur á mannauð sinn sem mikilvægustu auðlind fyrirtæksins og leggur því sérstaka áherslu á að tryggja öryggis starfsmanna sinna við störf sín. Það gera þau með reglulegri þjálfun þar sem starfsmönnum eru kennd rétt viðbrögð við ógnandi hegðun, hvernig þau geti varist henni og rétt viðbrögð. Einnig með uppsetningu á öryggisbúnaði eins og neyðarhnappi sem allar verslanir þeirra eru útbúnar með. Hann er hægt að virkja með léttri snertingu telji starfsmaður að öryggi hans sé ógnað. Samstundis berast neyðarboð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar, öryggisvörður sendur á staðinn og lögreglu gert viðvart tafarlaust. Oftar en ekki hafa öryggisverðir og lögregla komið í veg fyrir alvarlegar árásir með skjótum viðbrögðum við erfiðar aðstæður oft á tíðum.
Við erum virkilega ánægð með samstarfið. Öryggismiðstöðin spilar lykilhlutverk í að skapa öruggt umhverfi fyrir okkar starfsmenn, en það er okkur mjög mikilvægt að starfsmenni upplifi sig örugga í starfi sérstaklega þar sem við erum með verslanir opnar allan sólahringinn. Helgi Hansson, öryggisstjóri Orkunnar.
Eða hringdu í síma
570 2400