Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Verkefnasögur

Fjölbreytt öryggisnámskeið

Það er einkar mikilvægt að starfsfólk stofnanna og fyrirtækja fái viðeigandi þjálfun um öryggismál.

Forvarnir og viðbrögð við hættu, ógnun eða eldsvoða geta skipt höfuðmáli komi til slíkra atvika.

Öryggismiðstöðin hefur um árabil boðið upp á fjölbreytt námskeið í tengslum við öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Má þar nefna námskeið í eldvörnum, rýmingaræfingum, varnir gegn ógnandi hegðun og viðbrögð við henni ásamt rýrnunareftirliti fyrir verslanir.

Á eldvarnarnámskeiði er farið yfir margvíslega viðeigandi þætti líkt og forvarnir, fyrstu viðbrögð við eldi og aðsteðjandi hættu, forgangsröðun aðgerða ásamt meðferð og notkun handslökkvitækja. Einnig er farið yfir hvað auðveldlega er hægt að gera til þess að minnka líkur á eldsvoða og þær viðvaranir sem hægt er að nýta.

Námskeið í rýrnunareftirliti nær vel utan um ýmiskonar forvarnir gegn þjófnaði, hverju er eftirsóknarvert að stela, hverjir stela og hvers vegna. Farið er yfir rétt viðbrögð starfsmanna er upp kemur rökstuddur grunur um þjófnað og svokölluð „rauðu“ svæðin í verslunum.

Jafnframt býður Öryggismiðstöðin sérhæft námskeið í ógnandi hegðun fyrir starfsfólk í afgreiðslu- og þjónustustörfum sem getur átt hættu á því að lenda í einstaklingum sem sýna ógnandi hegðun.

Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti í atferli fólks og ákveðnar forvarnir þar sem rétt viðbrögð í slíkum aðstæðum geta skipt öllu máli. Í gegnum árin hefur námskeiðið verið haldið um allt land hjá breiðum hópi viðskiptavina þar sem hvert og eitt námskeið er klæðskerasniðið að þörfum viðskiptavinar og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir hverju sinni.

Hjá Samkaupum er mikið lagt upp úr því að fræða og efla starfsfólk. Þegar kemur að öryggismálum þá höfum við verið í frábæru samstarfi við Öryggismiðstöðina sem haldið hefur fræðandi og hagnýt öryggisnámskeið í okkar verslunum vítt og breytt um landið í gegnum árin, segir Guðni Erlendsson, mannauðssérfræðingur Samkaupa.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Bjarnhéðinn Grétarsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um þessar lausnir

Eða hringdu í síma

570 2400