Frá því snemma í vor hefur Öryggismiðstöðin haldið alls sjö námskeið fyrir starfsfólk Strætó undir yfirskriftinni Ógnandi hegðun, varnir og viðbrögð. Á námskeiðunum hefur starfsfólkinu verið kennt að bregðast við á réttan hátt andspænis einstaklingum eða hópum sem sýna af sér ógnandi hegðun og eru líklegir til að beita ofbeldi.
Það er einkar mikilvægt að starfsfólk stofnanna og fyrirtækja fái viðeigandi þjálfun um öryggismál. Forvarnir og viðbrögð við hættu, ógnun eða eldsvoða geta skipt höfuðmáli komi til slíkra atvika.
Upp í Reykjadal við Hveragerði er afar falleg gönguleið. Við upphaf hennar í Árhólma hefur verið staðið að mikilli uppbyggingu á svæðinu en þar að finna bílastæði, þjónustuhús og salernisaðstöðu fyrir gesti. Einnig hefur Hveragerðisbær staðið að uppbyggingu og endurbótum á göngustígum og merkingum í dalnum.