Öryggishnappurinn getur bjargað mannslífi

Það er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Öryggishnappurinn getur verið dýrmætt öryggistæki fyrir okkar nánustu. Þegar þrýst er á hnappinn berast strax boð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar og talsamband opnast milli viðskiptavinar og öryggisvarðar.

Hljóðneminn á tækinu er mjög næmur til þess að talsamband náist sem víðast í íbúðarhúsnæði. Hægt er að fá hnappinn sem annað hvort armband eða hálsmen.

*Reykskynjari
Hægt er að fá þráðlausan reykskynjara gegn vægu aukagjaldi, en kannanir sýna að brunavörnum er verulega ábótavant hjá stórum hópi eldri borgara. Reykskynjarinn er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Panta öryggishnappinn

 

Öryggishnappurinn

Margvíslegir möguleikar og aukabúnaður

 

Ferilvöktun
Öryggishnappur sendir frá sér útvarpsbylgjur til móttakara við útganga. Ferilvöktun hentar t.d. einstaklingum með sjúkdóma sem valda minnisglöpum eða vitrænni skerðingu. Fari viðkomandi út úr íbúð eru boð send og samstundis brugðist við.

Hreyfiskynjari
Hægt er að fá hreyfiskynjara sem stilla má ýmist þannig að hann sendi boð til stjórnstöðvar greini hann ekki hreyfingu í íbúð í tiltekinn tíma – eða nemi óæskilega hreyfingu. Þannig má bregðast við hvort heldur sem viðkomandi hefur ekki fótaferð og getur ekki látið vita af sér, eða fer úr rúminu á óæskilegum tíma.

Viðvörunar mottur
Hægt er að fá þrenns konar mottur með mismunandi skynjurum, sem settar eru ýmist undir dýnu eða á gólf. Motturnar láta vita ef frávik verða, t.d. á andardrætti, hjartslætti eða hreyfingum, fótaferð – eða greina byrjunareinkenni flogakasta.

 

Niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands

Vissir þú að Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða þjónustuna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum?

Það sem þarf að gera til þess að sækja um niðurgreiðslu er eftirfarandi:

  1. Fá lækni,  iðjuþjálfara eða sjúkraþjálfara sem þekkir til aðstæðna til þess að meta þörf fyrir þjónustuna, rökstyðja færni og sækja um á sérstöku eyðublaði frá S.Í.
  2. Taka fram í umsókn að óskað sé þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar.

Sækja umsóknarform um niðurgreiðslu frá S.Í.

Neyðarútköll

Öryggisverðir okkar sækja reglulega sérhæfð skyndihjálparnámskeið til að vera sem best í stakk búnir til að
sinna neyðarútköllum. Þjónustusíminn okkar er opinn allan sólarhringinn, allan ársins hring.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar.

Hafa samband


Dæmi um viðbrögð

1. Þrýsti einstaklingur á hnapp eða boð berast um eld eða aðra vá myndast talsamband við viðkomandi og ástand hans kannað með samtali.

2. Öryggisvörður samstundis sendur á staðinn með lykil af húsnæði hnappþega. 

3. Öryggisvörður grípur til viðeigandi aðgerða og aðstoðar eftir þörfum hverju sinni.

4. Stjórnstöð er beintengd 112 og kallar til sjúkra- og slökkvilið ef á þarf að halda.

5. Haft er samband við aðstandendur eða aðra tengiliði skv. umboði undirrituðu af hnappþega.

6. Áður en öryggisvörður yfirgefur húsnæðið er fulltryggt að öryggi og velferð hnapphafa sé eins og best verður á kosið.