Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Öryggishnappur

Almennt um Öryggishnappa

Ekkert er dýrmætara en öryggi okkar nánustu. Öryggismiðstöðin býður öryggishnappa sem virka innan veggja heimilis eftir þörfum hvers og eins. Ef alvarleg atvik eiga sér stað virkjar hnappurinn talsamband við öryggisverði sem bregðast skjótt við.

Panta þjónusturáðgjöf
ÖRYGGISHNAPPUR

Öryggishnappurinn getur bjargað mannslífi

Öryggishnappurinn er dýrmætt öryggistæki fyrir okkar nánustu. Með öryggishnappnum þarf aðeins að þrýsta á hnappinn ef atvik á sér stað og í kjölfarið berast strax boð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar.

Þá opnast um leið talsamband á milli viðskiptavinar og öryggisvarðar í gegnum stjórnstöðina. Hljóðneminn í tækinu er mjög næmur og næst því talsamband mjög víða í viðkomandi rými.

Hægt er að fá öryggishnappinn sem armband eða hálsmen. Það má fara með hnappinn á sér í sturtu.

Öryggishnappurinn er fáanlegur með fallgreiningu (fallhnappur) sem nemur fall og sendir hann þá sjálfkrafa boð til stjórnstöðvar sem samstundis bregst við. Hægt er að bæta við reykskynjara sem tengist beint við stjórnstöðina.

Einnig er hægt að fá öryggishnappinn sem skarthnapp í hálsmeni, hann kemur í fallegri keðju og með gylltu og silfruðu skrauti. Skarthnappurinn fæst einnig sem fallhnappur.

Öryggishnappurinn veitir notanda hans tækifæri til þess að njóta aukins öryggis heima við og hugarró um að viðbragð er ávallt innan handar ef eitthvað kemur upp á.

Stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar vaktar öll neyðarboð frá öryggishnappnum og sendir öryggisvörð á nálægustu útkallsbifreið á staðinn ef á þarf að halda.

Ef þéttikantur losnar á hnappnum þarf að hafa samband við Öryggismiðstöðina sem sendir tæknimann á staðinn með nýjan hnapp.

Niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum

Hægt er að sækja um niðurgreiðslu á öryggishnöppum frá Sjúkratryggingum Íslands. 

Það sem þarf að gera til þess að sækja um niðurgreiðslu er að fá lækni, iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara sem þekkir til aðstæðna til þess að meta þörf fyrir þjónustuna, rökstyðja færni og sækja um á sérstöku eyðublaði frá Sjúkratryggingum Íslands.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands

Öryggishnappur-Undirmynd

Armband

Hálsmen

Hálsmen

Skarthnappur

Skarthnappur

Stjórnstöð

Reykskynjari

Umsóknareyðublað

Hérna má hlaða niður umsóknareyðublaði um niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands.

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Þjónustuver

Þjónustuver

Pantaðu ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um öryggishnappa.