Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Veltirúm

Latera Thema

Hvort sem er um að ræða almenna aðhlynningu eða sérstaka sárameðferð, þá krefst það þess að sjúklingum sé snúið til hliðanna. Það getur verið líkamlega krefjandi að gera það handvirkt og leitt til langvarandi meiðsla fyrir bæði notenda og starfsfólk. Latera Thema er rafknúið veltirúm sem léttir undir með heilbrigðisstarfsfólki sem þarf að snúa sjúklingum reglulega. Veltirúmið hentar fyrir heilbrigðisstofnanir og notendur í heimahús sem þurfa sértæka aðhlynningu. Veltirúmið er á samning við Sjúkratryggingar Íslands. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.

Panta þjónusturáðgjöf
Latera Thema

Aðhlynning sjúklinga sem geta ekki hjálpað sér sjálfir er krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Störf eins og að skipta um rúmföt, sinna húðumhirðu og viðhalda almennu hreinlæti hjá sjúklingum krefst líkamlegrar áreynslu hjá starfsfólki.

Veltieiginleiki Latera Thema

  • Dregur úr líkamlegum áverkum hjá starfsfólki
  • Möguleiki að snúa þungum sjúklingi án líkamlegri áreynslu
  • Starfsfólk notar 10x minni kraft við að snúa sjúkling
  • Í sumum tilfellum getur aðeins einn starfsmaður í stað tveggja velt sjúkling

Latera Thema veltirúmið býður upp á hliðarhalla sem auðveldar starfsfólki að snúa sjúklingnum við og sérhæfðri aðhlynningu. Einnig styður veltieiginleiki Latera Thema við sárameðferð þar sem auðvelt er að flytja líkamsþunga með því að halla rúminu og koma sjúklingnum í betri legustöðu.

 

Myndbönd

Aníta Jóhannesardóttir

Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferð og ráðgjöf

Anna María Sighvatsdóttir

Sérfræðingur / sjúkraþjálfari Velferð og ráðgjöf

Panta ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar.