Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita
Leita Mínar síður 0 Karfa

Bílabreytingar

Bílabreytingar

Við bjóðum upp á heildræna þjónustu í bílabreytingum fyrir alla aldurshópa. Ráðgjöfin er einstaklingsbundin og framkvæmd af fagaðilum með heilbrigðismenntun og umhyggju að leiðarljósi. Öryggismiðstöðin starfrækir öflugt og fullbúið bifreiðaverkstæði með reynslumiklu starfsfólki innanborðs. Við bjóðum upp á sérhæfðar bílabreytingar fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.

Panta þjónusturáðgjöf
HEILDARLAUSNIR Í VELERÐARTÆKNI

Leiðin að betri lífsgæðum

Heildræn nálgun og samvinna er lykillinn að farsælli vegferð við að finna heppilega lausn fyrir notendur til að geta notið betri lífsgæða. Okkar markmið er að bjóða upp á heildstæða ráðgjöf og prófanir í sérstakri sýningarbifreið sem hefur verið breytt. Allur öryggis- og tækjabúnaður er keyptur frá viðurkenndum aðilum.

Til að auka sjálfstæði við að keyra eða vera farþegar í bifreið má skipta bílabreytingum í sex flokka;

 1. VIÐ AKSTUR: Búnaður sem aðstoða einstakling við að keyra með öruggum og sjálfstæðum hætti í einkabifreið. Henta einnig við ökumat og kennslu.
 2. VIÐ AÐ SETJAST: Lausnir sem hjálpa einstaklingum að setjast inn í bifreið með eða án aðstoðar. Allt frá litlum flutningsbrettum yfir í stærri sætislyftur
 3. VARÐVEITA HJÁLPARTÆKI: Lyftur sem eru ætlaðar til að til að flytja hjólastól eða rafskutlu inn í bifreið með einföldum hætti fyrir ökumann eða farþega
 4. HJÓLASTÓLALYFTA EÐA RAMPAR: Hjólastólalyftur, undirvagnslyftur og rampar til að einstaklinga geti keyrt inn í bifreið með sjálfstæðum og öruggum hætti
 5. GÓLFEFNI OG SÆTI: Brautir festar í gólf fyrir sérstök ferðasæti í einka- og farþegabifreiðar
 6. ÖRYGGISBÚNAÐUR: Öryggisbelti- og festingar til að tryggja öryggi ökumanns eða farþega í bifreið á ferð. Bæði stuðningsbelti og festingar fyrir almenn hjálpartæki

Aðrar algengar breytingar má nefna ísetningu á kennslutækjum í bifreiðar fyrir ökukennara, búnaður fyrir ferðaþjónustu fatlaðra eða ferðaþjónustuaðila s.s. lyftur, festingar, bakstuðningur eða aðrar sértækar breytingar.

Við akstur

Aksturstæki, stýrishnúður og rofabúnaður

Val aksturstæki er persónubundið og fer eftir þörfum hvers notanda. Við mælum með að einstaklingar skoði vel það sem er í boði áður en ákvörðun er tekin. Innra rými bifreiðar getur haft áhrif á hvaða aksturstæki hentar best. 

Við mælum með að fólk noti stýrishnúð þar sem það veitir meira öryggi við akstur. Val um er um kúlugrip eða byssugrip.

Hægt er að fá rofabúnað til að aðstoða ökumann við að nýta sér almennar aðgerðir bifreiða t.d. stefnuljós, rúðuþurrkur, háuljós o.fl. Fjöldi aðgerða fer eftir tegund bifreiða.

Fyrir flóknaðri stýribúnað, þá bjóðum við upp á sérhæfða aðlögun fyrir notendur til að keyra bifreiðar með stýripinna.

 

Tegundir af búnaði við akstur

Við bjóðum upp á úrval af aksturstækjum og rofabúnaði sem henta mismunandi bíltegundum og þörfum einstaklinga. Öll aksturstæki er hægt að fá fyrir vinstri eða hægri hendi. Rofabúnaði er háð bíltegund.

Carospeed Classic

Carospeed Classic er alhliða aksturstæki sem er aðlöguð að notanda og færir bensíngjöfina og bremsupedalana í leiðandi handstýringu; dragur stöngina að fyrir inngjöf og ýtir á til að bremsa.

 • "Push-pull" týpa
 • Einfald akstursstöng
 • Ódýr kostur
 • Hentar flestar bifreiðar
 • Tímalaus hönnun

Veigel Compact II

VEIGEL Compact II aksturstækið sameinar nýstárlega notkun með frábærum þægindum og glæsilegri hönnun. Handfangið er aðlagað til að auðvelda inngjöf og virkja bremsuna. Hægt er að læsa bremsunni tímabundið með vélbúnaði sem er innbyggður í handfangið.

 • "push-pull" týpa
 • Frábær hönnun sem passar við innréttingu nýrra farartækja
 • Gott grip fyrir inngjöf og hemlun
 • Auðvelt að fella niður þegar það er ekki í notkun
 • Mögulegt er að fjarlægja handstýringu án ummerkja

Veigel Classic II

Verðlaunahönnun aksturstækisins veitir ökumanni margvíslegan ávinning við akstur. Áreynslulaus inngjöf með því að snúa handfanginu réttsælis. Bremsan er virkjum með því að ýta létt áfram og læsa henni áreynslulaust. Lögun handgripsins dregur úr þreytu við lengri akstur.

 • "Push-pull" týpa
 • Áreynslulaus og þreytulaus hröðun og hemlun
 • Áreynslulaus lögun handfangs
 • Auðvelt að fella niður þegar það er ekki í notkun
 • Mögulegt er að fjarlægja handstýringu án ummerkja

Veigel eClassic

Nýjasta hönnunin í aksturstækjum og er mun auðveldari í notkun þökk sé nýstárlegri rafrænni hröðun, sem gerir þér kleift að upplifa ökutækið þitt á alveg nýjan máta. Auðvelt er að stjórna hemlun og hröðun með því að nota höndina. Vinnuvistfræðileg lögun handfangsins gerir kleift að keyra þreytulausan. Slétt og aðlaðandi hönnun gerir ráð fyrir meira fótarými og passar fullkomlega inn í bílinn.

 • "Twist-Push" týpa
 • Áreynslulaus og þreytulaus hröðun og hemlun.
 • Hönnunin gefur meira pláss og fótarými
 • Vistvænt og þægilegt grip
 • Hægt er að stilla handfangið
 • Hægt að fjarlægja án þess að skilja eftir merki á bílnum þínum.
 • Veigel Gæði: 100% Framleitt í Þýskalandi

Stýrishnúður með kúlugripi

Einfaldur stýrishnúður með kúlugripi til að auðvelda ökumanni að snúa stýri við akstur. Hægt að fjarlægja hnúðinn af stýri með auðveldum hætti. Stýrishnúðurinn léttir verulega undir ökumanni sem stýrir með aðra hönd á stýri þegar þörf er fyrir að beygja bifreið. Ökumaður getur þá hvílt hina hendina á aksturstæki sem stuðlar að öruggum akstri í umferðinni.

 • Þægileg kúla sem fer vel í hendi
 • Hægt að staðsetja á mismunandi stöðum við stýrið
 • Auðvelt að fjærlægja stýrishnúðinn

Stýrishnúður með rofabúnaði

Möguleiki að tengja rofabúnað við bifreið. Hægt að bæta við allt að 13 aðgerðum en það er mismunandi eftir bíltegundum. Helstu aðgerðir eru; Stefnuljós, ljós/háuljós, flauta, rúðuþurrkur og rúðupiss fyrir fram- og afturrúðu, hliðarljós, næturljós, "hazard" ljós.

 • Þráðlaus uppsetning
 • Upplýstir hnappar fyrir næturkeyrslu
 • Rafhlaða endist í u.þ.b. eitt ár
 • Hægt að nota hefðbundar aðgerðir í bifreið
 • Sérpantað fyrir ákveðna bíltegund

Byssugrip með rofabúnaði

Byssugrip með rofabúnaði. Hægt að bæta við allt að 13 aðgerðum en það er mismunandi eftir bíltegundum. Helstu aðgerðir eru; Stefnuljós, ljós/háuljós, flauta, rúðuþurrkur og rúðupiss fyrir fram- og afturrúðu, hliðarljós, næturljós, "hazard" ljós.

 • Þráðlaus uppsetning
 • Upplýstir hnappar fyrir næturkeyrslu
 • Rafhlaða endist í u.þ.b. eitt ár
 • Hægt að nota hefðbundar aðgerðir í bifreið
 • Sérpantað fyrir ákveðna bíltegund

MiniKeypad

Þráðlaus rofabúnaður sem hægt er að staðsetja nær aksturstækis eða eftir þörfum ökumanns. Gerir ökumanni kleift að stjórna allt að sjö aðgerðum bifreiðar án þess að þurfa að taka höndina af aksturstækinu. Helstu aðgerðir eru; stefnuljós, ljós, flautu o.fl.

 • Þráðlaus rofabúnaður
 • Samhæft við flest aksturstæki
 • Græn baklýsing þegar ekið er að næturlagi
 • Hægt að staðsetja eftir þörfum notenda

Bæklingar og annað efni

Nytsamlegir bæklingar um aksturstæki, stýrishnúð og rofabúnað

Myndbönd

Stefán E. Hafsteinsson

Vörustjóri / iðjuþjálfi Velferð og ráðgjöf

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um bifreiðalausnir.