Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Pro Country

Pro Country

Pro Country er þægileg rafskutla sem hentar þeim sem vilja ferðast með öruggum hætti. Rafskutlan er bæði stærri og öflugri en Pro City og drífur því lengra eða allt að 54 km drægni. Vegna eigin þyngdar er hún stöðug og þýð í akstri og á auðvelt með að keyra upp brekkur. Ræður við heildarþyngd upp að 225 kg. Helstu eiginleikar eru að hægt er að keyra með annarri hendi, hægt er að snúa sæti og halla baki. Úrval aukahluta sem gera upplifunina enn betri.

Rafskutla Pro Country

Rafskutla Pro Country

Netverð 678.946 kr
Panta þjónusturáðgjöf
Pro Country

Njóttu útiveru og vertu frjáls ferða þinna

Rafskutlurnar frá Shoprider hafa reynst afar vel við íslenskar aðstæður.

Gott fótarými og stillanlegt sæti tryggja þægindi við akstur.

Pro Country er með stór dekk og kemst auðveldlega yfir kantsteina eða ójafnt undirlag án þess að rekast undir. Inngjöf er hægt með hægri eða vinstri hendi s.s. hægt að keyra með annarri hendi. Pro Country er mjög stillanleg og býður upp á að snúa sætinu til að auðvelda notendum að setjast. Einnig er hægt að stilla bakhalla, sæti, arma og stýri.

Möguleiki er að aðlaga rafskutlunar að þörfum notenda t.d. vegna lömunar. Sem dæmi er hægt að færa inngjöfina og hafa hana vinstra megin. Einnig er hægt að færa hnappinn til að snúa sætinu vinstra megin. Sætið er einnig hækkanlegt. Allar þessar aðgerðir krefjast séraðlögunar með smá tilkostnaði.

Samþykktar rafskutlur af SÍ eru hraðastilltar niður í 10 km/klst.

Við afhendum allar rafskutlur með áfestum hliðarspeglum og byltuvörn.

Veitum góða þjónustu og kennslu ef þörf er.

Aukahlutir

Hækjuhaldarar, göngugrindahaldari og yfirbreiðsla

Aukahlutir

Hækjuhaldari

Aðeins fyrir Pro Country

  • Hækjuhaldari fyrir tvær hækjur
  • Vörunúmer: (PR-102301-6850)
Aukahlutir

Hækjuhaldari

  • Hækjuhaldari fyrir eina hækju
  • Vörunúmer: (PR-102301-8810)
Aukahlutir

Göngugrindahaldari

  • Göngugrindahaldari
  • Vörunúmer: (PR-109903-0020)
Aukahlutir

Yfirbreiðsla fyrir rafskutlu

  • Hentar fyrir Pro City og Pro Country
  • Vörunúmer: (PR-300902-05)

Myndbönd

Aníta Jóhannesardóttir

Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferð og ráðgjöf

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Pantaðu ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um rafskutlur.