Námskeið
Forvarnir og fræðsla
Það er mikilvægt að starfsfólk stofnanna og fyrirtækja fái viðeigandi þjálfun um öryggismál. Forvarnir og viðbrögð við hættu, ógnun eða eldsvoða geta skipt höfuðmáli komi til slíkra atvika. Fjölbreytt fræðsla frá sérhæfðum kennurum er í boði.

Öryggisnámskeið
Öryggismiðstöðin býður viðskiptavinum sínum öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í í afgreiðslu- og þjónustustörfum sem getur alltaf átt hættu á því að lenda í einstaklingum sem sýna ógnandi hegðun.
Helstu þjónustuþættir
- Fjölbreytt námskeið í boði
- Þjálfun gegn rýrnun og þjófnaði
- Viðbrögð við ógnandi hegðun
- Mikil reynsla og sérhæfing kennara

Eldvarnarnámskeið
Öryggismiðstöðin býður upp á námskeið í eldvörnum. Á námskeiðinu er farið yfir margvíslega þætti í tengslum við eldvarnir líkt og forvarnir, viðbrögð og beitingu handslökkvitækja.
Helstu þjónustuþættir
- Fjölbreytt námskeið í boði
- Mikil reynsla og sérhæfing kennara
- Fyrstu viðbrögð við aðsteðjandi hættu
- Hvernig skal minnka líkur á eldsvoða og óhöppum
- Viðbrögð við eldsvoða
- Verklegar æfingar