Jafnvægishjólastólar
Jafnvægishjólastólar
Rafknúnir jafnvægishjólastólar er ný tegund af hjálpartæki sem notast við Segway jafnvægistækni til að keyra á tveim hjólum. Jafnvægistæknin er algjörlega sjálfvirk og gerir notendum kleift að upplifa nýjan ferðamáta. Þessi tegund af hjólastólum er hugsaður fyrir fólk sem getur ekki gengið eða á í erfiðleikum með það. Niðurstaðan er sveigjanlegt hjálpartæki sem hentar í fjölbreyttum aðstæðum, allt frá hefðbundum verslunarleiðangri yfir í grófari utanvega akstur í möl

Bi-Go
Einfaldleikinn og viðráðanlegt verð er þar sem sker Bi-Go frá öðrum jafnvægishjólastólum en gefur ekkert eftir þegar kemur að notagildi. Sterklega byggður og þolir vel íslenskar aðstæður.
- Mjög nettur og auðvelt að flytja í fólksbifreið
- Lág sethæð sem auðveldar flutning
- Einfaldur í notkun
- Handvirkt stopp

Freee
Freee stendur fyrir framsækna öryggistækni og þýskan traustleika. Með Freee verður yfirferð á grófum moldarstígum og snúningsradíus í þröngri lyftu ekki draumur heldur veruleiki sem þú getur upplifað
- Mjög nettur og auðvelt að flytja í fólksbifreið
- Hægt að fella niður hliðarstuðning til að auðvelda flutning
- Öflugur og stillanlegur bakstuðningur
- Sjálfvirkt stopp

iBot
iBot er fjölþættur rafknúinn hjólastóll sem gerir þér kleift að komast lengra en þú taldir mögulegt. Háir þröskuldar eða stigar eru ekki lengur hindrun að áfangastað.
- Mjög nettur og auðvelt að flytja í fólksbifreið
- Lág sethæð sem auðveldar flutning
- Einfaldur í notkun
- Handvirkt stopp