Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Snjallöryggi

Almennir skilmálar fyrir Snjallöryggi

Gildandi skilmálar - Útgáfa 1.0

1. Þessir almennu skilmálar eiga við um alla samninga sem gerðir eru við Öryggismiðstöð Íslands ehf („ÖMÍ“) í tengslum við áskriftir og afnot af kerfi.

1.1 ÖMÍ áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum, öðrum áskriftarskilmálum og verðlagningu hvenær sem er.

Gildandi skilmálar á hverjum tíma eru aðgengilegir á vefsvæði ÖMÍ (Tilkynningar um breytingar verða birtar á vefsvæði ÖMÍ, á reikningum, yfirliti yfir greiðslur og þjónustu, með rafrænum skilaboðum (með tölvupósti, smáskilaboðum eða gegnum appið) eða með venjulegum bréfpósti. Ef breytingarnar eru óverulegar kann að vera að tilkynningar verði aðeins birtar á vefsvæði ÖMÍ. Allar breytingar á skilmálum samninga milli ÖMÍ og viðskiptavinarins verða að vera skriflegar. Greiðsla á áskrift eftir að breytingar á skilmálum hafa verið tilkynntar telst vera samþykki fyrir breytingunum. Komi upp árekstur milli þessara skilmála og annarra skilmála sem samið hefur verið um skriflega skal annar skriflegur samningur gilda.

1.2 ÖMÍ eða einhverjum viðurkenndra samstarfsaðila ÖMÍ er heimilt að gera skuldbindingar varðandi áskriftina og kerfið.

2. Skilgreiningar

2.1 „Áskrift“ merkir þá áskrift eða þær áskriftir sem viðskiptavinurinn semur um við ÖMÍ.

2.2 „Kerfi“ merkir búnað og efni sem viðskiptavinurinn fær frá ÖMÍ, eða frá viðurkenndum samstarfsaðila ÖMÍ.

2.3 „Vefsvæði“ táknar www.oryggi.is

2.4 „Viðskiptavinurinn“ táknar þann aðila sem gerir samning um áskrift við ÖMÍ.

3. Uppsetning o.fl.

3.1
Aðeins ÖMÍ eða viðurkenndur samstarfsaðili ÖMÍ má setja upp kerfið.

3.2 Viðskiptavinur greiðir sérstakt uppsetningargjald fyrir uppsetninguna, sem er tilgreint í samningi.

3.3 Uppsetning og viðhaldsþjónusta fer fram á almennum afgreiðslutíma ÖMÍ, sem er tilgreindur á vefsvæðinu, og viðbótarkostnaður miðast við það gildandi gjaldskrá hverju sinni.

3.4 Það er á ábyrgð viðskiptavinar að gerlegt og heimilt sé að setja kerfið upp á umbeðnu aðsetri.

3.5 Ef lyklar eruí vörslu ÖMÍ,  af hvaða ástæðu sem vera kann – veita ekki aðgang að uppsetningarstaðnum, áskilur ÖMÍ sér rétt til að kalla til lásasmið, á kostnað viðskiptavinar, svo fremi sem ÖMÍ eða starfsmaður í útkalli telur nauðsynlegt að fá aðgang að íbúðinni þar sem kerfið er sett upp.

3.6 Ef skipt er um lás ber viðskiptavinur ábyrgð á að afhenda ÖMÍ nýja lykla.

4. Viðhald, þjónusta og fleira

4.1
Viðskiptavinur skal nota og meðhöndla kerfið í samræmi við uppgefnar leiðbeiningar og ber honum að tilkynna ÖMÍ um alla galla eða bilanir sem viðskiptavinur verður var við.

4.2 Aðeins ÖMÍ eða viðurkenndum samstarfsaðila ÖMÍ er heimilt að þjónusta, gera við eða breyta kerfinu og viðskiptavinurinn má ekki hindra aðgang að kerfinu. ÖMÍ kann þó að biðja viðskiptavininn að framkvæma viðhald, að því marki sem það getur talist gerlegt fyrir viðskiptavininn.

4.3 Viðskiptavinurinn fær reikning fyrir öllum viðgerðum, breytingum, villuleit o.þ.h. sem gerðar eru, nema annað sé tekið fram með skýrum hætti í áskriftarsamningi viðskiptavinarins, eða ÖMÍ beri með öðrum hætti ábyrgð á þeim aðstæðum sem liggja til grundvallar þjónustunni sem um ræðir. Viðskiptavinurinn ber kostnað við rafhlöður og skipti á rafhlöðum. Ef viðskiptavinurinn notar Snjallöryggi getur viðskiptavinurinn sjálfur séð um rafhlöðuskipti.

4.4 ÖMÍ á rétt á að fá aðgang að kerfinu hvenær sem þess gerist þörf. ÖMÍ mun að öllu jöfnu semja um tíma með góðum fyrirvara við viðskiptavininn, en við sérstakar aðstæður á ÖMÍ rétt á að fá aðgang að kerfinu án sérstaks fyrirvara.

4.5 Viðskiptavininum ber að tryggja öryggi kerfisins á meðan það er uppsett hjá viðskiptavininum og viðskiptavininum ber einnig að láta ÖMÍ gera við allt tjón sem verða kann á kerfinu og greiða þar kostnað sem af því gæti hlotist.

5. Vöktun, fyrirmæli um aðgerðir

5.1
Kerfið er tengt við stjórnstöð ÖMÍ allan sólarhringinn.

5.2 Viðskiptavininum ber að sjá til þess að fyrirmæli um aðgerðir séu ævinlega nýuppfærð, þ.m.t. upplýsingar um tengiliði og símanúmer þeirra.

5.3 Öryggisvörður mun aldrei grípa til neinna aðgerða sem stefna persónulegu öryggi hans í hættu, óháð því sem fram kemur í fyrirmælum um aðgerðir.

5.4 Við tjón vegna innbrots, tilraunar til innbrots, skemmdarverka, eldsvoða eða álíka mun ÖMÍ, á kostnað viðskiptavinarins, grípa til skaðaminnkandi ráðstafana, svo sem að senda öryggisvörð á staðinn sem viðvörun barst frá, kalla til iðnaðarmann ef þörf krefur eða láta setja kerfið upp á ný.

5.5 Boð um sambandsleysi við skynjara í snjallöryggi eru tilkynntar tengilið með tilkynningu í appinu, viðskiptavinur ber ábyrgð á því að tengiliður sé með appið rétt uppsett í aðgengilegu fjarskiptatæki þannig að tengiliður geti vaktað tilkynningar og nýtt sér viðeigandi þjónustu verksala.

6. Afturköllun á viðvörun

6.1
Ef kerfið fer af stað fyrir mistök ber viðskiptavininum að hafa samband við ÖMÍ innan tveggja mínútna og afturkalla viðvörunina með því að gefa upp öryggistölu, talnakóða, flögu eða fjarstýringu. ÖMÍ ber ekki skylda til að senda starfsmann á staðinn ef viðskiptavinur afturkallar viðvörunina með réttum hætti, jafnvel þótt það gerist eftir að tvær mínútur eru liðnar.

6.2 Hafi afturköllun ekki verið gerð innan tveggja mínútna, í samræmi við lið 7.1., getur ÖMÍ krafist greiðslu af viðskiptavininum fyrir útkall öryggisvarðar.

6.3 Ef ÖMÍ fær falska viðvörun sem rekja má til aðstæðna sem viðskiptavinurinn hefur stjórn á getur ÖMÍ sent viðskiptavininum skrifleg fyrirmæli um að gera breytingar á þeim aðstæðum innan þriggja daga. Hafi slíkar breytingar ekki verið gerðar áður en fresturinn rennur út er ÖMÍ heimilt að senda viðskiptavininum reikning fyrir hvert það útkall sem kann að eiga sér stað vegna viðkomandi aðstæðna, óháð því hvort kostnaður við útkall fellur undir áskriftarsamning viðskiptavinarins.

7. Merkingar

7.1
Við uppsetningu á kerfinu setur ÖMÍ upp hjá viðskiptavini allar nauðsynlegar merkingar. Ef viðskiptavinurinn fer fram á að skipt verði um merkingar á dyrum/hliðum/gluggum o.þ.h. er það gert á kostnað viðskiptavinarins.

7.2 Við vöktun með myndavél ber ÖMÍ skylda til að tryggja að farið sé að öllum kröfum um merkingar við uppsetningu á kerfinu. Eftir uppsetningu er það á ábyrgð viðskiptavinar að tryggja að farið sé að slíkum kröfum.

7.3 Merkingarnar eru eign ÖMÍ og þær skulu fjarlægðar ef áskriftinni er sagt upp. Aðeins ÖMÍ má fjarlægja kerfið.

8. Kerfið flutt til og fjarlægt

8.1
Aðeins ÖMÍ eða vottaður samstarfsaðili ÖMÍ getur flutt kerfið til eða fjarlægt það, nema ÖMÍ hafi samþykkt annað með órækum hætti. ÖMÍ er frjálst að ákveða að fjarlægja kerfið ekki.

8.2 Ef ÖMÍ flytur kerfið til eða fjarlægir það með öllu, að hluta eða í heild, er fast gjald fyrir þá þjónustu innheimt af viðskiptavininum.

8.3 Viðskiptavinur ber sjálfur allan kostnað af lagfæringum á götum í veggjum o.þ.h. og ÖMÍ er aðeins ábyrgt fyrir tjóni á eign viðskiptavinar að því marki sem ÖMÍ getur talist hafa komið fram með þeim hætti sem áskapi fyrirtækinu tjón.

9. Gildistími samnings

9.1
Áskriftin tekur gildi þegar kerfið (að hluta eða í heild) hefur verið sett upp hjá viðskiptavininum, skv. lið 3.

9.2 Viðskiptavinur getur sagt upp áskriftinni með þriggja mánaðar fyrirvara, miðað við fyrsta dag mánaðar, eftir að 24 mánaða binditíma lýkur og ÖMÍ getur sagt áskriftinni upp með þriggja mánaðar fyrirvara.

10. Önnur þjónusta, gjöld o.fl.

10.1
Alla þjónustu í tengslum við áskriftina og/eða kerfið skal panta af ÖMÍ eða af vottuðum samstarfsaðila ÖMÍ.

10.2 Viðskiptavinurinn greiðir sérstakt gjald samkvæmt gildandi gjaldskrá fyrir alla þjónustu sem ekki fellur undir áskriftarsamning.

10.3 SIM kort í Snjallöryggi er í eigu ÖMÍ og hámarkast innifalin notkun við 100 MB pr. mánuð. ÖMÍ áskilur sér rétt til þess að innheimta umfram notkun hjá viðskiptavini.

10.4 ÖMÍ á rétt á að krefjast þeirra greiðslna og gjalda sem tilgreind eru á vefsvæði ÖMÍ. Slík gjöld geta, samkvæmt lið 1.2, hækkað í kjölfar hækkunar kostnaðarliða, svo sem burðargjalds, umhverfisgjalda og umsýslukostnaðar.

10.5 Áskrift tekur ekki til gjalda sem greiða þarf til þriðja aðila ef til þess kæmi.

11. Greiðsla

11.1
Áskriftin er greidd fram í tímann, nema um annað sé samið.

11.2 Allar aðrar greiðslur, þar með talið föst gjöld, má innheimta með sérstökum reikningi. Greiðsluskilmálar eru tilgreindir á reikningi.

11.3 Áskriftargjald tekur mið af almennri launavísitölu og uppreiknast mánaðarlega, upphafs launavísitala miðast við dagsetningu samnings. Verðbreytingar eru tilkynntar með þeim hætti sem tilgreindur er í lið 1.2. Breytingarnar taka gildi frá og með næstu innheimtu eftir tilkynninguna.

12. Ábyrgð ÖMÍ.

12.1
Ábyrgð ÖMÍ er í samræmi við almennar íslenskar réttarreglur; þó telst ÖMÍ aldrei ábyrgt fyrir (a) óbeinu eða afleiddu tjóni, (b) tjóni eða göllum sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna eða (c) tjóni sem viðskiptavinur hefði getað tryggt sig gegn hjá tryggingarfélagi.

12.2 Ekki hægt að kalla ÖMÍ til ábyrgðar vegna tjóns, galla eða taps sem rekja má til hluta eða þjónustu sem þriðji aðili útvegar.

12.3 ÖMÍ ber ekki ábyrgð á tjóni á rafbúnaði ef forrit eru sótt, þau sett upp eða notuð við notkun kerfisins. Með sama hætti telst ÖMÍ skaðlaust vegna tjóns sem leiða kann af rangri notkun, innbroti í hugbúnað, hruni eða öðru tjóni sem kann að tengjast notkun viðskiptavinarins á hugbúnaði eða forritum.

12.4 ÖMÍ ber ekki ábyrgð á bilun í búnaði öryggiskerfis en leggur til útskipti og nýjan búnað hjá viðskiptavini ef þarf á meðan samningstíma stendur.

12.5 ÖMÍ telst skaðlaust ef GSM-kerfinu eða internetinu tekst ekki að koma smáskilaboðum eða boðum til viðskiptavinar.

12.6 ÖMÍ ber ekki ábyrgð á misnotkun á aðgangskóðum, lyklakorti og leyniorði viðskiptavinarins.

12.7 Ábyrgð ÖMÍ gagnvart viðskiptavininum getur undir engum kringumstæðum farið yfir 3.000.000 kr,- ÖMÍ ber þó aldrei ábyrgð á tjóni sem viðskiptavini er unnt að kaupa vátryggingar fyrir.

12.8 Ábyrgð ÖMÍ nær ekki til skemmda á viðvörunarkerfinu af völdum viðskiptavinar, þriðja aðila eða annarra utanaðkomandi atvika, t.d. vegna veðurs eða force majure.

12.9 Telji viðskiptavinurinn sig eiga réttmæta kröfu á hendur ÖMÍ ber viðskiptavininum að tilkynna ÖMÍ það tafarlaust.

12.10 ÖMÍ er vottað af Ríkislögreglustjóra sem öryggisfyrirtæki og stjórnstöð.

13. Meðferð persónulegra upplýsinga

13.1
Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og vistaðar með öruggum hætti, í samræmi við gildandi löggjöf. Viðskiptavinurinn á hvenær sem er rétt á að skoða og leiðrétta persónulegar upplýsingar með því að hafa samband við ÖMÍ. Upplýsingarnar eru notaðar til að hafa umsjón með áskrift viðskiptavinarins, pöntunum hans, greiðslum , sem og til að miðla upplýsingum og kynningarefni með síma, pósti, tölvupósti og smáskilaboðum, að því marki sem gildandi lög leyfa. Ef viðskiptavinurinn kýs að fá ekki sendar slíkar upplýsingar, tilboð, fríðindaboð og upplýsingar um nýjar vörur frá ÖMÍ getur hann breytt persónulegum upplýsingum með því að hafa samband við ÖMÍ.

14. Vanræksla skuldbindinga

14.1
Ef viðskiptavinurinn vanrækir með órækum hætti skuldbindingar sínar á ÖMÍ rétt á að:

  1. Rifta áskriftarsamningnum
  2. Innheimta kostnað fyrir veitta þjónustu
  3. Fjarlægja kerfið
  4. Innheimta ógjaldfallna reikninga fyrir þjónustu, fram að þeim tíma þegar viðskiptavinurinn hefði getað sagt upp áskriftinni
  5. Krefjast bóta fyrir tap sem leiddi af vanrækslunni

14.2 Til órækrar vanrækslu telst meðal annars:

  1. Ef viðskiptavinur vanrækir að hluta eða ítrekað að greiða reikninga á réttum tíma, skv. lið 13
  2. Að flytja kerfið til eða fjarlægja það, í bága við lið 9
  3. Að framkvæma viðhald eða viðgerðir á kerfinu, í bága við lið 5.2
  4. Að vanrækja að tryggja kerfið, samkvæmt lið 5.6
  5. Að vanrækja að bæta aðstæður, þegar slíkar aðstæður hafa valdið útkalli eða öðrum ráðstöfunum, og sem ÖMÍ hefur gefið viðskiptavininum fyrirmæli um að bæta
  6. Að flytja aðsetur sitt án þess að tilkynna VER það fyrirfram.

15. Eignarréttur

15.1
Kerfið er leigt út af ÖMÍ og viðskiptavinurinn hefur aðeins afnotarétt af því. Við uppsögn á áskrift viðskiptavinarins skal skila kerfinu aftur til ÖMÍ, í samræmi við lið 9 að undanskildum þeim umfram búnaði sem viðskiptavinur hefur fest kaup á.

16. Tengiliður

16.1
Spurningum sem kunna að vakna varðandi áskriftina má beina til Öryggismiðstöðvarinnar, Askalind 1, 201 Kópavogi, oryggi@oryggi.is eða í síma 570-2400.

16.2 Ef viðskiptavinur vill leggja fram kvörtun vegna áskriftarinnar er hægt að senda hana til Neytendastofu. Nánari upplýsingar um kæruleiðir neytenda er að finna hér: http://www.neytendastofa.is/um-okkur/kaerunefnd-lausafjar--og-thjonus/. Ef Neytendastofa getur ekki tekið kvörtunina til meðferðar skal henni vísað til tilhlýðilegra dómstóla.

17. Gildandi lög og varnarþing

17.1
Samningur sá sem viðskiptavinur og ÖMÍ gera með sér er í samræmi við íslensk lög.

------------------------------------------------------------------------------------

Skilmálar fyrir Snjallöryggi - Viðvörunarboð og myndvöktun

Útgáfa 1.0

1 Um þjónustuna

1.1
Vöktun viðvörunarboða frá Snjallöryggi felur í sér vöktun og úrvinnslu viðvörunar sem frá kerfinu berast, sem og útkallsviðvörun frá viðvörunarkerfinu, í samræmi við fyrirmæli um aðgerðir.

1.2 Þessir áskriftarskilmálar gilda (til viðbótar við notendaskilmála fyrir Snjallöryggi og um samninginn milli Öryggismiðstöðvar Íslands ( ÖMÍ) og viðskiptavinarins um þá virkni Snjallöryggis sem lýst er í lið 1.1 („þjónustan“).

2 Notkunarskilmálar

2.1
Forsendur þjónustunnar eru að viðvörunarkerfi („kerfið“) hafi verið sett upp af uppsetningarmanni sem vottaður er af ÖMÍ, sem og að kerfið sé tengt við minnst einn notanda með því að gefa upp tengiliðaupplýsinga og að minnst einn tengiliður hafi verið gefinn upp í tengiliðaupplýsingum í fyrirmælum um aðgerðir.

3 Gæludýrastilling innbrotaviðvörunar skynjara

3.1
Þegar gæludýrastillingin er valin er næmi skynjaranna í kerfinu stillt á tiltekinn hátt til að draga úr hættu á fölskum viðvörunum vegna hreyfinga dýra. Þetta hefur í för með sér minna næmi í tengslum við hugsanleg innbrot og kann í einhverjum tilvikum að leiða til þess að viðvörunarkerfið fari ekki í gang eða of seint í gang.

4 Viðbrögð við viðvörun

4.1
Skynjari fer í gang og sendir frá sér boð

4.1.1 Þegar ÖMÍ fær viðvörunarmerki metur ÖMÍ, á grundvelli þess merkis sem sent er, hvort senda á öryggisvörð á staðinn. ÖMÍ ákveður enn fremur hvort einnig eigi að láta lögreglu og/eða slökkvilið eða aðra viðbragðsaðila vita.

4.1.2 Öryggisvörður mun við komu á staðinn fara eftirlitsferð um húsnæði viðskiptavinar.

4.1.3 Ef ÖMÍ telur það nauðsynlegt getur ÖMÍ, á kostnað viðskiptavinarins – enn fremur veitt lögreglu, uppsetningarmönnum, iðnaðarmönnum, viðbragðsaðilum eða tengilið sem viðskiptavinurinn hefur tilnefnt aðgang að vöktuðu húsnæði.

4.1.4 Við tjón vegna innbrots, tilraunar til innbrots, skemmdarverka, eldsvoða eða álíka mun ÖMÍ, á kostnað viðskiptavinarins, grípa til skaðaminnkandi ráðstafana, svo sem að senda öryggisvörð á staðinn sem viðvörun barst frá, opna stokka eða hlífar, kalla til iðnaðarmann ef þörf krefur eða setja kerfið upp á ný.

4.1.5 Ef vart verður við að kerfið virki ekki er ÖMÍ heimilt, en ekki skylt, á kostnað viðskiptavinar, að senda öryggisvörð á staðinn og koma á vöktun, grípa til ráðstafana til að fá aðgang að uppsetningarstaðnum og að grípa til tímabundinna skaðaminnkandi ráðstafana.

4.1.6 Hjá þeim viðskiptavinum sem valið hafa valmöguleikann myndvöktun verður myndefni úr myndavélum skoðað notað berist boð frá viðvörunarkerfi. Ef tengiliður svarar ekki eða ef tengiliður biður um það er sendur starfsmaður á heimilisfangið þar sem kerfið er sett upp, í því skyni að sannreyna að um raunboð sé að ræða.
Raunboð eru boð frá öryggiskerfi þar sem til dæmis innbrot, bruni , vatnstjón eða slys á fólki hafa átt sér stað. Í samræmi við starfsreglur viðbragðsaðila er ÖMÍ ekki heimilt að kalla til slökkvilið fyrr en sannreynt hefur verið að um eldsvoða sé að ræða.

4.2 Merki með mynd ef viðskiptavinur hefur valið valmöguleikann myndvöktun:

4.2.1 Þegar ÖMÍ móttekur viðvörunarmerki er merki með mynd geymt í stjórnstöðvarhugbúnaði ÖMÍ og verður vistað þar í þann tíma sem lög heimila að myndefni sé vistað, en að þeim tíma liðnum er myndefninu sjálfkrafa eytt.

4.2.2 ÖMÍ er bæði heimilt og skylt að afhenda lögreglu myndefni til notkunar við rannsóknir sakamála.

4.3 Neyðar- eða útkallsviðvörun.

4.3.1 Ef neyðar- eða útkallsviðvörun berst stjórnstöð ÖMÍ hringir starfsmaður í stjórnstöð í númerið sem skráð er sem tengiliða númer kerfis viðskiptavinar. Ef ekki næst í það númer, eða viðvörunin er ekki afturkölluð með réttum hætti (í samræmi við almennu skilmálana) er vaktbíll sendur af stað, nema annað sé tekið fram í fyrirmælum um aðgerðir.

4.4 Skaðaminnkandi ráðstafanir

4.4.1 Ef tjón verður grípur ÖMÍ til tímabundinna skaðaminnkandi ráðstafana sem framkvæmdar eru í samræmi við almennu skilmálana.

4.4.2 Öryggisvörður á vegum ÖMÍ verður við eftirlit á staðnum þar til gerðar hafa verið ráðstafanir um annað eftirlit eða samið hefur verið um annað við viðskiptavininn.

5 Ábyrgð viðskiptavinar

5.1
Viðskiptavininum ber einnig að tryggja að allir sem hafa lagalega heimild til að fara inn á vaktað svæði hafi verið upplýstir um að myndavélarvöktun sé á svæðinu.

6 Takmarkanir á ábyrgð

Vöktunarsvið kerfisins er takmarkað. Kerfið tekur því aðeins til þess vöktunarsviðs sem stakir hlutar þess taka til. Ef brotist er inn á svæði, eldur kemur upp á svæði, vatn fer að leka utan vöktunarsviðsins kann að vera að viðvörunarkerfið verði ekki vart við slíkt. ÖMÍ ber enga ábyrgð á tjóni eða tapi sem viðskiptavinurinn kann að verða fyrir af þessum sökum.
------------------------------------------------------------------------------------


Notandaskilmálar fyrir Snjallöryggi app

Útgáfa 1.0

1 Um þjónustuna

1.1
Snjallöryggis appið er þjónusta sem Öryggismiðstöð Íslands („ÖMÍ“) býður þeim notendum („notandinn“) sem nota Snjallöryggi. Appið er notandaviðmót fyrir viðvörunarkerfið og tengda íhluti („kerfið“). Sem stendur hefur notandinn aðgang að því í gegnum „Snjallöryggi“ fyrir snjallsíma. ( „Appið“).

1.2 Appið er meðal annars leið notandans til að stjórna ýmsum aðgerðum í kerfinu, yfirfara stöðu þess og atvikaskrár, grunnstilla ýmsar sjálfvirkar aðgerðir og tilgreina margs konar snjallreglur.

1.3 Þær aðgerðir og stillingar sem notandinn getur nýtt sér gegnum appið stjórnast af því hvaða stakir hlutar eru tengdir við kerfið.

1.4 Ef notandinn gerir áskriftarsamning við ÖMÍ lúta samningsbundin tengsl ÖMÍ og notandans enn fremur almennum skilmálum ÖMÍ, sem og þeim áskriftarskilmálum sem við eiga hverju sinni. Ef upp kemur árekstur milli þessara notandaskilmála og annarra samningsforsendna skulu almennir skilmálar ÖMÍ, sem og þeir áskriftarskilmálar sem eiga við hverju sinni, gilda umfram þessa notandaskilmála.

2 Meðhöndlun persónulegra upplýsinga

2.1
Við notkun á appinu skráir ÖMÍ, vistar og meðhöndlar persónulegar upplýsingar. Við notkun á appinu fer fram skráning, allt eftir því hvaða hlutar búnaðarins eru tengdir við kerfið, á tilteknum atvikum, til dæmis dagsetningu og tímasetningu tengingar við eða frá kerfinu, villuskilaboðum og öðru þess háttar. Slíkar upplýsingar eru geymdar og meðhöndlaðar hjá ÖMÍ í upplýsingaskyni og til að greiða fyrir meðhöndlun villuskilaboða síðar meir. Er notandinn gerir áskriftarsamning með greiðslu verður hann að gefa upp og skrá kennitölu sína eða fyrirtækis. Notandinn veitir með því samþykki sitt fyrir því að ÖMÍ skrái og noti kennitöluna, sem og fyrirtækisnúmer, ef við á, í samræmi við þessa skilmála.

2.2 ÖMÍ meðhöndlar persónulegar upplýsingar notandans í samræmi við gildandi lög um persónuupplýsingar. Tilgangurinn með söfnun og varðveislu persónulegra upplýsinga er að gera ÖMÍ kleift að veita notandanum þjónustu appsins. Tilgangurinn með skráningu kennitölu notandans er að geta auðkennt hann með órækum hætti, sem og metið greiðslustöðu hans hverju sinni.

2.3 ÖMÍ áframsendir ekki persónulegar upplýsingar, nema ef um er að ræða:

  1. Upplýsingar til yfirvalda, að því marki sem kveðið er á um í íslenskum lögum
  2. Áframsendingu upplýsinga til greiðslumatsstofnana, í þeim tilgangi að framkvæma greiðslumat
  3. Upplýsingar til notkunar vegna hugsanlegra dómsmála í kjölfar krafna sem gerðar eru vegna notkunar eða misnotkunar á appinu
  4. Upplýsingar til samstarfsaðila ÖMÍ í tengslum við uppsetningu kerfisins.

2.4 Notandinn hefur, í samræmi við lög um persónuupplýsingar, rétt á að biðja ÖMÍ að upplýsa um þær upplýsingar sem unnið er úr um hann, sem og rétt á að óska þess að misvísandi upplýsingar verði leiðréttar, þeim læst eða þeim eytt.

3 Tilkynningar

3.1
Fyrir tilstilli appsins getur notandinn breytt og aðlagað margs konar stillingar og stjórnað því þannig hvaða tilkynningar varðandi tæknilegar ábendingar, viðmið eða skráða virkni notandinn og aðrir skráðir notendur fá sendar.

4 Fjarstýring

4.1
Notandinn getur fjarstýrt kerfinu með því að nota appið.

5 Ábyrgð notandans

5.1
Það er á ábyrgð notandans að allir skráðir notendur sæki og noti nýjustu útgáfuna af Snjallöryggis appinu hverju sinni.

6 Stillingar og aðgengi að appi

6.1
Notandinn er einnig ábyrgur fyrir öllum stillingum, upplýsingum og pöntunum sem gerðar eru í gegnum Snjallöryggis appið.

6.2 Notandanum ber að fylgjast með að pantaðar/framkvæmdar aðgerðir hafi verið færðar inn og staðfestar. Notandinn getur ekki verið viss um að aðgerð verði framkvæmd fyrr en hún hefur verið staðfest.

6.3 Notandinn er ábyrgur fyrir eftirfylgni með öllum tilkynningum og skal gæta þess að kerfið sé virkjað á ný eftir tilvik.

6.4 Notandanum ber að sannprófa reglulega, og eigi sjaldnar en á hálfs árs fresti, virkni samskipta innan kerfisins, með því að prófa hvort tiltekið tilvik kallar fram æskilega svörun, þ.e. rétta tilkynningu og/eða viðbrögð. Þetta ætti einkum að gera eftir öflugt þrumuveður eða ef viðhald hefur farið fram við og/eða á breiðbandi eða GSM-netkerfi. Notandinn ætti einnig reglulega að prófa aðgerðir allra hluta kerfisins.

6.5 Það er á ábyrgð notandans að tryggja að hægt sé að nota appið í þeim tilgangi sem kerfið er ætlað til.

6.6 Það er á ábyrgð notandans að hindra allan óheimilan aðgang að appinu. ÖMÍ mælir því með að notandi setji upp og beiti öryggisráðstöfunum, þar á meðal vírusvarnarhugbúnaði, eldveggjum og vernd aðgangsorða á þeim tækjum sem appið tengist. Þegar ekki er verið að nota tiltekin verkfæri í appinu ætti að skrá alla skráða notendur út.

6.7 Hafi notandi ástæðu til að ætla að einhver hafi fengið aðgang að appinu í heimildarleysi ber honum að upplýsa ÖMÍ tafarlaust um það á netfangið oryggi@oryggi.is

7 Takmarkanir á ábyrgð

7.1
Ábyrgð ÖMÍ er í samræmi við almennar íslenskar réttarreglur; þó telst ÖMÍ aldrei ábyrgt fyrir (a) óbeinu eða afleiddu tjóni, (b) tjóni eða göllum sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna eða (c) tjóni sem viðskiptavinurinn hefði getað tryggt sig gegn hjá tryggingarfélagi.

7.2 ÖMÍ ber ekki ábyrgð á tjóni sem leiðir af göllum á íhlutum og/eða þjónustu sem veitt er af þriðja aðila – t.d. veitufyrirtæki, netfyrirtæki o.fl. – né heldur afleiddum göllum eða vandamálum sem kunna að koma upp í tengslum við merkjasendingar til og frá appinu. ÖMÍ verður ekki vart við né getur staðfest slíkar villur eða galla og getur því ekki gert notandanum viðvart um vandamálið. Viðgerðir eða lagfæringar vegna hugsanlegs tjóns sem verða kann á tækjum eða íhlutum sem tengdir eru appinu vegna slíkra tilvika eru á kostnað notandans.

7.3 ÖMÍ ber ekki ábyrgð á tjóni á rafbúnaði, svo sem snjallsímum, spjaldtölvum, einkatölvum o.þ.h., ef forrit eru sótt, þau sett upp eða notuð við notkun á appinu. ÖMÍ ber ekki ábyrgð á neins konar tjóni og/eða tapi sem leiða kann af misnotkun, innbrotum í hugbúnað eða bilun í appi notandans eða aðgangskóðum og lyklakorti notandans.

7.4 ÖMÍ tekur enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna, svo sem verkfalla, vinnustöðvunar, innflutningshafta, óeirða, styrjalda, náttúruhamfara o.þ.h. Ef verkfall eða vinnustöðvun á sér stað hjá ÖMÍ skuldbindur ÖMÍ sig til að upplýsa notandann tafarlaust um slíkt.

7.5 Ábyrgð ÖMÍ getur undir engum kringumstæðum farið yfir 3.000.000 kr.

7.6 Telji viðskiptavinurinn sig eiga kröfu á hendur ÖMÍ ber viðskiptavininum að tilkynna ÖMÍ það tafarlaust skriflega.

8 Gildistími og uppsögn samnings

8.1
Skuldbindingar ÖMÍ um að veita notandanum aðgang að Snjallöryggis appinu gilda þar til um annað er samið. Hugsanlegt er að notkun appsins verði hætt tímabundið, og án fyrirvara, vegna kerfisvillna, viðhalds kerfis, viðgerða eða annarra orsaka sem ÖMÍ hefur ekki stjórn á.

8.2 ÖMÍ á rétt á að loka fyrirvaralaust fyrir aðgang notandans, og allra skráðra notenda, að appinu ef (1) notandinn vanrækir með alvarlegum hætti skuldbindingar sínar að því er varðar þessa skilmála, eða (2) ÖMÍ hættir alfarið notkun og framboði á appinu.

8.3 ÖMÍ á rétt á að framselja réttindi og skyldur í samræmi við þennan samning, að hluta eða í heild, til annars aðila.

App/forrits leyfissamningur notanda

Hér má finna notenda- og persónuverndarskilmála Essence Group sem er vinnsluaðili upplýsinga í Snjallöryggi:

https://www.essence-grp.com/privacy-notice/