Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Sjúkrakallkerfi

Almennt um sjúkrakallkerfi

Sjúkrakallkerfi bæta þjónustu og stuðla að auknu öryggi íbúa og starfsfólks heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og þjónustukjarna. Hægt er að fá stakan búnað eða heildstæðara kerfi allt eftir þörfum og aðstæðum.

Panta þjónusturáðgjöf
SJÚKRAKALLKERFI

Margar útfærslur í boði

Hægt er að aðlaga og sníða hvert og eitt kerfi nákvæmlega að þörfum og óskum viðskiptavinar. Hægt er að fá heildstæða lausn þar sem margs konar búnaður er samtengdur en stakar lausnir eru einnig í boði.

Markmiðið með sjúkrakallkerfi er fyrst og fremst að auka öryggi skjólstæðinga og starfsfólks, efla lífsgæði og bæta samskipti og þjónustu.

Sem dæmi um búnað sem tilheyrir sjúkrakallkerfi má nefna:

  • Rápmottur
  • Hurðaskynjara
  • Ýmiss konar neyðarhnappa
  • Samskiptabúnað

Stafrænt innlit virðir persónulegt næði

Með veggföstum skynjara má minnka ónæði til einstaklinga sem getur fylgt reglubundnu eftirliti. Skynjarinn greinir stöðu einstaklings í rými, greinir frávik og sendir boð þegar ýmis atvik verða.

Í stað þess að trufla skjólstæðing í umhverfi sínu má sinna innliti rafrænt í gegnum skynjarann. Þannig má virða næði og persónulegt rými notenda.

Aukið öryggi fyrir starfsfólk og skjólstæðing

Auk þess að virða persónulegt næði eykur skynjarinn öryggi starfsfólks og skjólstæðinga þar sem skynjarinn greinir byltur og önnur alvarleg atvik án þess að skjólstæðingar þurfi að bera sérstakan búnað.

Rannsóknir á Norðurlöndum hafa staðfest að notkun skynjarans dregur úr byltum og er skynjarinn því öflug fallvörn. Sömu rannsóknir sýna einnig að hann bætir þjónustu og ánægju starfsmanna.

Hægt er að tengja margs konar búnað við skynjarann af þeim sem er listaður upp hér að ofan. Skynjarann má nota einan og sér eða sem hluta af stærra kerfi.

Ferilvöktunarbúnaður

Með ferilvöktunarbúnaði er hægt er að fylgjast með ferðum einstaklings til að tryggja öryggi hans og stytta viðbragðstíma umönnunaraðila í krefjandi aðstæðum. Mikilvægt er að fá upplýst samþykki einstaklings eða forræðisaðila áður en búnaðurinn er settur upp. Við bjóðum upp á sérhæfða ráðgjöf og metum aðstæður á staðnum.

Fjölbreyttur vöktunarbúnaður sem henta í fjölbreyttum aðstæðum

  • Einfaldur öryggishnappur
  • Tímastilltur hurða/gluggarofi
  • Hreyfiskynjari á standi
  • Gólfmotta (rápmotta)
  • Raddstýrður hnappur
  • Ferilvöktun við útgang
  • Ferilvöktunarhnappur

Gólfmotta (rápmotta)

Gólfmotta frá Intercall sem hægt er að tengja við flest sjúkrakallkerfi. Mottan er ljós að lit og fellur betur að gólfefni, minnir líkur á að einstaklingur reynir að stíga framhjá. Hægt að tengja við Trex boðtæki með hljóðlausu boði eins og sýnt er á myndbandi hér neðst.

  • NEO móðurstöð; tekur á móti boðum frá vöktunarbúnaði og hringir í gegnum GSM hringibúnað, sendir þráðlaus boð í annað símtæki og talsamband opnast á milli (mynd af tæki hér til hægri).
  • TREX boðtæki; getur sent og tekið á móti boðum frá vöktunarbúnaði en er án tals (mynd af tæki hér til hægri).

Búnaðurinn er að mestu leiti þráðlaus og vinnur á RF (útvarpsbylgjum) tíðni. Hægt er að tengja búnaðinn við önnur kerfi eða setja upp sem sjálfstætt kerfi sem hægt er að bæta við eftir þörfum. Búnaðurinn samanstendur af; boðtækjum, vöktunarbúnaði og aukahlutum. Hægt er að skoða ítarlegt yfirlit yfir það helsta sem er í boði í bækling frá Neat.

Bæklingur um rápmottu

Bæklingur frá Neat

Bæklingur frá Intercall

Hildur Jónsdóttir

Sérfræðingur Velferð og ráðgjöf

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Pantaðu ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um sjúkrakallkerfi.