Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita
Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Sjúkrakallkerfi

Almennt um sjúkrakallkerfi

Sjúkrakallkerfi bæta þjónustu og stuðla að auknu öryggi íbúa og starfsfólks heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og þjónustukjarna. Hægt er að fá stakan búnað eða heildstæðara kerfi allt eftir þörfum og aðstæðum.

Panta þjónusturáðgjöf
SJÚKRAKALLKERFI

Margar útfærslur í boði

Hægt er að aðlaga og sníða hvert og eitt kerfi nákvæmlega að þörfum og óskum viðskiptavinar. Hægt er að fá heildstæða lausn þar sem margs konar búnaður er samtengur en stakar lausnir eru einnig í boði.

Markmiðið með sjúkrakallkerfi er fyrst og fremst að auka öryggi skjólstæðinga og starfsfólks, efla lífsgæði og bæta samskipti og þjónustu.

Sem dæmi um búnað sem tilheyrir sjúkrakallkerfi má nefna:

  • Rápmottur
  • Hurðaskynjara
  • Ýmiss konar neyðarhnappa
  • Samskiptabúnað

Stafrænt innlit virðir persónulegt næði

Með veggföstum skynjara má minnka ónæði til einstaklinga sem getur fylgt reglubundnu eftirliti. Skynjarinn greinir stöðu einstaklings í rými, greinir frávik og sendir boð þegar ýmis atvik verða.

Í stað þess að trufla skjólstæðing í umhverfi sínu má sinna innliti rafrænt í gegnum skynjarann. Þannig má virða næði og persónulegt rými notenda.

Aukið öryggi fyrir starfsfólk og skjólstæðing

Auk þess að virða persónulegt næði eykur skynjarinn öryggi starfsfólks og skjólstæðinga þar sem skynjarinn greinir byltur og önnur alvarleg atvik án þess að skjólstæðingar þurfi að bera sérstakan búnað.

Rannsóknir á Norðurlöndum hafa staðfest að notkun skynjarans dregur úr byltum og er skynjarinn því öflugt fallvörn. Sömu rannsóknir sýna einnig að hann bætir þjónustu og ánægju starfsmanna.

Hægt er að tengja margs konar búnað við skynjarann af þeim sem er listaður upp hér að ofan. Skynjarann má nota einan og sér eða sem hluta af stærra kerfi.

Diljá Guðmundardóttir

Sérfræðingur í heilbrigðislausnum / sjúkraþjálfari Velferð og ráðgjöf

Ómar Örn Jónsson

Framkvæmdastjóri Velferð og ráðgjöf

Pantaðu ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um sjúkrakallkerfi.