Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Eigið eldvarnaeftirlit

Öryggismiðstöðin býður eigendum og umráðamönnum fyrirtækja upp á þjónustu við eigið eldvarnaeftirlit.

Markmið eigin eldvarnaeftirlits er að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir í samræmi við gildandi lög um brunavarnir.

Eigið eldvarnaeftirlit felst í því að skoða með reglulegum hætti eftirtalda þætti;

  • flóttaleiðir séu auðar og sýnilegar, vel merktar með útljósum og merkingum og starfsfólk þekki þær
  • brunaviðvörun sé til staðar, í lagi og án athugasemda og bilana, brunahólfanir húsnæðis séu í lagi og í samræmi við samþykkta hönnun
  • að til staðar séu viðeigandi slökkvibúnaður, hann sé rétt staðsettur, yfirfarinn og staðsetningar merktar með viðeigandi hætti
  • að hættuleg efni, s.s. eldfim, sprengifim og/eða ætandi séu geymd í samræmi við brunahönnun húsnæðis á viðeigandi stöðum. Merkingar séu til staðar og þau séu ekki geymd með öðrum efnum sem geta valdið tjóni við óhöpp eða eldsvoða
  • að viðbragðs- og rýmingaráætlanir séu til staðar, rýmingarfulltrúar séu skipaðir og starfsmenn fái reglulega kynningu á rýmingarleiðum og haldnar séu sérstakar rýmingaræfingar

Mismunandi þjónustuleiðir eru í boði sem eru sniðnar að þörfum fyrirtækja. Minni fyrirtækjum getur hentað að fá ráðgjöf og kennslu á meðan meðalstórum og stærri fyrirtækjum fer best á að sérmenntaðir fagaðilar sjái um eldvarnaeftirlit með reglulegum hætti og viðeigandi upplýsingagjöf til ábyrgðarmanna öryggismála.

Allar nánari upplýsingar veita ráðgjafar Öryggismiðstöðvarinnar.

Hlekkur á nánari upplýsingar um eigið eldvarnareftirlit.

Öryggismiðstöðin vinnur eftir lögum um brunavarnir, 75/2000 og reglugerð 723/2017 um eigið eldvarnaeftirlit eiganda og forráðamanna.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Sigurður Ari Gíslason

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400