Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023

Öryggismiðstöðin er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2023. 

Við erum í 119 sæti af 1407 og erum ótrúlega stolt af þeim árangri.

Að þessu sinni eru 2,8% fyrirtækja á Íslandi, eða 1.407 fyrirtæki, á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Til að komast á listann þurfa fyrirtækin, sem eru flokkuð í stór, meðalstór og lítil fyrirtæki, að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, einginfjárhlutfall, tekjur og eignir.

Í fyrsta lagi þurfa fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2023 að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2022 og 2021 en einnig er rekstrarárið 2020 haft til viðmiðunar. Fyrirtækin þurfa sömuleiðis að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2022 og 2021. Auk ofangreindra þátta er sömuleiðis tekið tillit til ýmissa annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.