Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

5 leiðir til að halda heimilinu öruggu á meðan þú ferð í fríið

Nú þegar þjófar hafa látið greipar sópa víða um landið undarfarna daga er mikilvægt að huga að öryggismálum heimilisins. Með snjalltækni getur þú fylgst með heimilinu sama hvort þú sért á ferðalagi eða bara í vinnunni. Þú þarft bara að kíkja í snjallsímann til þess að fylgjast með og stjórna ýmsum gagnlegum hlutum á heimilinu. Þannig gætir þú til dæmis notað snjalllás til að hleypa börnunum inn eftir skóla eða hleypa vinsamlega nágrannanum inn til að gefa kettinum og vökva blómin. Þú getur svo á einfaldan hátt sannreynt að hann hafi ekki gleymt að vökva uppáhalds jukkuna þína.

Hér eru nokkur atriði sem tryggja það að þú hafir hugarró hvar sem þú ert, vitandi það að eigur þínar eru í öruggum höndum – þú hefur yfirsýnina og viðbragðsaðili er tiltækur að bregðast við ef eitthvað kemur upp á.

1. Gættu þess að húsið sé læst, gluggar lokaðir og öryggiskerfið á verði

Hver kannast ekki við tilfinninguna þegar maður reynir að rifja upp hvort öllu hafi verið vandlega lokað og læst og öryggiskerfið sett á vörð? Með nútímalegum og snjöllum öryggiskerfum getur þú kannað snjalllásana þína í gegnum símann sem staðfestir í hvaða stöðu þeir eru. Einnig getur þú séð stöðu á öllum rofum sem eru á hurðum og gluggum og þannig séð hvort það sé ekki örugglega allt lokað og læst. Með myndavél í hreyfiskynjara getur þú „skotist heim“ og fengið lifandi myndir til að sannreyna að allt sé með frið og spekt. Svo sérðu auðvitað í símanum hvort öryggiskerfið sé ekki örugglega á verði.

2. Veittu aðgang að vild

Með einföldum snjalllæsingum getur þú opnað og læst hurðum. Þú gætir óvænt þurft að veita einhverjum aðgang að húsinu þínu á meðan þú ert í burtu eða kannski vill afi koma við og fá lánaða nýju sous vide græjuna sem hann langar svo að prófa á nautakjötið fyrir fjölskylduboðið í kvöld. Á einfaldan hátt í appinu getur þú veitt þeim aðilum sem þú treystir aðgang og fengið upplýsingar um hvernig þeir nota aðganginn. Óþarfi er að skilja lykla eftir undir dyramottunni og gera líf innbrotsþjófa auðveldara. Þú getur einnig veitt gestum tímabundinn aðgang.

3. Hermt eftir þinni heimaveru

Með snjallreglum getur þú látið líta út eins og einhver sé heima. Þú getur stillt upp mynstri t.d. að ljós kvikni á ákveðnum tíma, sjónvarp eða útvarp fari af stað, þannig að það líti út eins og einhver sé í húsinu. Slík tækni í bland við öfluga samvinnu nágranna í innbrotavörnum getur aukið verulega á öryggi heimilisins. Auðvitað þarf áfram að huga vel að því að verja heimili sem best fyrir mögulegum innbrotum. Hafðu góða lýsingu í kringum húsið, ekki skilja eftir áhöld utandyra sem þjófar geta beinlínis nýtt sér við innbrot, fáðu nágranna til að leggja bíl í stæðið hjá þér og passaðu að póstur safnist ekki upp. Allt þetta eru gömul og gild ráð til að lágmarka hættu á innbroti.

4. Fylgstu með í rauntíma

Margt getur komið fyrir í mannlausu húsi. Stærsti tjónaliður á heimilum er vatnstjón. Mikilvægt er að fá strax boð um atvik sem geta leitt til stærri vandamála, til dæmis vatnsleki í eldhúsi þar sem ekkert niðurfall er til að taka við slíkum leka. Vatnsskynjarar og jafnvel reykskynjarar, ef um heitt vatn er að ræða, hjálpa þér að fylgjast með þessu. Það sama gildir ef einhver reynir að brjótast inn. Sama hvert neyðartilfellið er þá tryggir tilkynning í rauntíma til stjórnstöðvar viðbragð og þú hefur fullkomna yfirsýn um atvik í appinu. Vissulega getur það gerst að þjófar brjótist inn á heimili sem eru með öryggiskerfi tengt stjórnstöð. Það er þó afar fátítt og öryggiskerfið tryggir viðbragð á mjög skömmum tíma. Þjófar hafa því ekki tækifæri til þess að hreiðra um sig og valda miklu tjóni.

5. Jólasteikin og kötturinn

Ekki gleyma þeim sem heima sitja á meðan þú ert að heiman. Kötturinn malar í bælinu á meðan þú ert að púla í vikulegu fjallgöngunni. Þú kíkir í myndavélina til að fullvissa þig um að allt sé í góðu og hann sé ekki að klifra upp á mósaík styttuna sem þú hefur varið fimm árum í að venja hann af. Snjallkerfi láta þig vita ef rafmagn fer af húsinu. Margar fjölskyldur hafa lent í því leiðinlega tjóni að rafmagn hefur farið af frystkistum og jólamaturinn því samstundis í uppnámi. Fari rafmagnið af húsinu hjá þér getur þú treyst á að kerfið sendi viðvörun og rjúpan sem þú skaust á síðasta veiðitímabili (og varst að geyma fyrir þetta sérstaka tilefni) haldist í mínus 18 gráðum.

Það er ekki svo langt síðan að snjallheimili voru talin til vísindaskáldskapar. Staðreyndin er sú að við erum komin þangað og það hefur aldrei verið einfaldara, aðgengilegra og ódýrara að auka öryggi heimilisins og gera það ansi snjallt á sama tíma.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar

Eða hringdu í síma

570 2400