Heimar er eitt stærsta fasteignafélag landsins og er leiðandi á íslenskum markaði í rekstri atvinnuhúsnæðis og þjónustu við leigutaka. Félagið býr að mikilli reynslu og þekkingu í rekstri stórra mannvirkja eins og Smáralindar, Egilshallar og Höfðatorgsturns. Félagið rekur fjölmargar aðrar fasteignir, þó aðallega á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. skrifstofubyggingar, þjónustuhúsnæði og verslanir.
Frá því snemma í vor hefur Öryggismiðstöðin haldið alls sjö námskeið fyrir starfsfólk Strætó undir yfirskriftinni Ógnandi hegðun, varnir og viðbrögð. Á námskeiðunum hefur starfsfólkinu verið kennt að bregðast við á réttan hátt andspænis einstaklingum eða hópum sem sýna af sér ógnandi hegðun og eru líklegir til að beita ofbeldi.
Öryggismiðstöðin hefur unnið að því að setja upp og innleiða ný aðgangshlið að höfuðstöðvum fyrirtækis þar sem öryggiskröfur eru gríðarlega miklar í alþjóðlegum samanburði. Fyrirtækið gegnir mikilvægu og veigamiklu hlutverki á landinu samhliða því að starfa í umhverfi þar sem kröfur eru sífellt að aukast og áhersla á öryggi er í fyrirrúmi.
Öryggismiðstöðin og Reykjavíkurborg hafa unnið saman að því síðustu vikur að setja upp og innleiða ný öryggis- og aðgangskerfi fyrir skrifstofur Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, í ráðhúsinu og í Höfða.
Tölvutek er með verslanir bæði í Reykjavík og á Akureyri og er leiðandi fyrirtæki í tölvubúnaði til heimila og smærri fyrirtækja á Íslandi. Eftir gott samtal við forsvarsmenn öryggismála á þeim bænum var lagt upp með að innleiða nýlega lausn frá Öryggismiðstöðinni.
Það er einkar mikilvægt að starfsfólk stofnanna og fyrirtækja fái viðeigandi þjálfun um öryggismál. Forvarnir og viðbrögð við hættu, ógnun eða eldsvoða geta skipt höfuðmáli komi til slíkra atvika.
RR Hotels reka alls 8 íbúðahótel steinsnar frá hvort öðru í hjarta Reykjavíkur. Um er að ræða sögufræg eldri hús sem hafa verið uppgerð síðustu ár þar sem hvert og eitt hótel inniheldur í dag fallega blöndu af heimilislegum stúdíó-, einstaklings- og fjölskyldu íbúðum upp í glæsilegar lúxussvítur.
Öryggismiðstöðin innleiddi á dögunum nýja lausn í dyrasímakerfum frá Dahua, sem reynst hafa vel víða um heim. Öryggismiðstöðin og húsfélagið í Ásholti 4-42 réðust í allsherjar útskipti á dyrasímakerfi í íbúðakjarna sem inniheldur rúmlega 60 íbúðir þar sem dyrasímakerfið á staðnum var komið til ára sinna og þarfnaðist útskiptingar.
Orkan rekur fjölda verslana, meðal annars undir merkjum Orkunnar, Extra og 10-11. Öryggismiðstöðin er stolt af því að vinna með Orkunni að auknu öryggi starfsmanna þeirra.